Á sama fundi var lagt fram erindi frá Valgerði H. Bjarnadóttur f.h. Félags um menntasmiðjur, þar sem óskað var eftir viðræðum um hugsanlega aðkomu félagsins að rekstri Menntasmiðjunnar næstu árin. Í bókun kemur fram að samfélags- og mannréttindaráð muni ekki að svo stöddu verða við erindinu þar sem ráðið hafi samþykkt að taka upp viðræður um áframhaldandi samstarf við Starfsendurhæfingu Norðurlands á grundvelli núverandi samnings.