Fari svo að fjárframlög ríkisins til menningarstofnana á Akureyri hækki ekki á næsta ári mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir menningarlífið í bænum. Þetta segir Gunnar Gunnsteinsson framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk). Bendir hann á að stærsti hluti fjárframlaga ríkisins fari í launagreiðslur til starfsmanna.
Eins og fram hefur komið er mikill mismunur á framlagi ríkisins til menningarstofnana í Reykjavík og á Akureyri. Á undanförnum árum hafa framlög til stofnana ríkisins í Reykjavík s.s. Hörpu, Listasafns Íslands, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hækkað um hundruði milljóna króna á sama tíma og framlög ríkisins til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2016 er ekki að sjá neina breytingu á þessu.
Formanni Akureyrarstofuog bæjarstjóra hefur verið falið að taka málið upp við stjórnvöld en samkvæmt upplýsingum Vikudags hefur enginn fundur farið fram.
Í prentútgáfu Vikudags er rætt við Gunnar Gunnsteinsson um stöðuna í menningarmálunum á Akureyri.
-þev