Páll Óskar og Sveppi eru á meðal skemmtikrafta á Akureyri um helgina.
Síðasti dagur fölskylduhátíðarinnar Ein með öllu og Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri er í dag, sunnudag en mikið hefur verið um dýrðir frá því á fimmtudag og mikill mannfjöldi skemmt sér saman í sátt og samlyndi, segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðinna. Margt verður í boði í dag en m.a. verður Söngkeppni unga fólksins á Glerártorgi og klukkan 17 er hægt að skella sér í fría siglingu um Pollinn með eikarbátnum Húna II.
Stóra stundin rennur svo upp kl. 21 í kvöld þegar Sparitónleikarnir hefjast á Samkomuhúsflötinni en þá verður fjölskylduhátíðinni Ein með öllu og Unglingalandsmót UMFÍ slitið. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur ávarp og fram koma m.a. sigurvegarar Söngkeppni unga fólksins, Axel Flóvent, Rúnar Eff og hljómsveit, Úlfur Úlfur, Steindi J og Bent og hljómsveitin Amabadama.
Kynnir á tónleikunum er Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpskona. Að tónleikum loknum verður flugeldasýning á Pollinum sem björgunarsveitin Súlur sjá um og munu smábátar sigla á Pollinum og kveikja á rauðum blysum til að gera stemninguna enn huggulegri. Ætla má að þessi viðburður verði stærsti tónleikaviðburður í sögu Akureyrar. Allar nánari upplýsingar um dagskrána eru að finna á www.einmedollu.is #versloAK