Stærsta brautskráning frá VMA til þessa

Ríflega 190 nemendur verða brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag en athöfnin sem fram fer í Hofi hófst nú kl. 10.00. Þetta er jafnframt stærsta brautskráning sem verið hefur frá VMA. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA, segir að fjöldi brautskráningarnema sé kominn í 191 nemanda með 222 skírteini, þar sem nokkrir nemendur eru að útskrifast tvöfalt og jafnvel þrefalt frá skólanum. Stúdentar eru 115, 68 útskrifast úr iðnnámi, fimm sjúkraliðar, fimm af starfsbraut, 16 vélstjórar (sem líka útskrifast sem stúdentar) og 13 úr meistaraskóla. Í vetur voru 1.250 nemendur á vorönn og 1.350 á haustönn. 

Nýjast