13. febrúar, 2010 - 11:32
Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í vikunni, var tekið fyrir erindi frá Helga Vilhjálmssyni f.h. KFC ehf. þar sem óskað er eftir lóð fyrir
veitingastað, sem þarf að vera 2000-3000 fermetrar, vera sjáanleg og miðsvæðis í bænum. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
KFC er stærsta veitingahúsakeðja í kjúklingabitum í heiminum, með um 10.000 veitingastaði í 76 löndum. Á Íslandi eru
sjö KFC veitingastaðir, í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Selfossi og tveir í Reykjavík.