Eftir hátt í 40 ára starf í íþróttamiðstöðinni við Glerárskóla stendur Samúel Jóhannsson á tímamótum. Hann gerði garðinn frægan á Akureyri sem markvörður ÍBA og Þórs á árum áður og er sennilega einn þekktasti markvörður Akureyringa. Samúel hefur stundað myndverkagerð í 35 ár og hyggst nú einbeita sér meira að því í framtíðini. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum hjá Samúel, en hann missti barnabarn sitt í fyrrasumar og segir þá lífsreynslu hafa verið mjög erfiða en að sama skapi lærdómsríka.
Ítarlegt viðtal við Samúel má nálgast í prentútgáfu Vikudags.