Sölutölur langt yfir áætlunum

Hamborgarinn er vinsæll á grillið.
Hamborgarinn er vinsæll á grillið.

Það hefur viðrað vel fyrir grillara þessa fyrstu sumardagana og sökum hitabylgjunnar sem reið yfir landið í lok maí hefur sala á grillkjöti farið líflega af stað. „Sölutölur eru langt yfir áætlunum og það er greinilegt að góða veðrið kom mörgum til að tendra grillið,“ segir Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri hjá Norðlenska. Í svipaðan streng tekur Gunnlaugur Eiðsson, sölustjóri hjá Kjarnafæði. „Það kemur alltaf aukin kippur í sölu þegar veðrið er gott. Þannig viljum við hafa það,“ segir Gunnlaugur.

Hann segir Íslendinga lítið fyrir að breyta vali á grillkjöti. Fólk virðist frekar velja aftur það sem það keypti síðast og nefnir lamabakjöt og svínakjöt sem vinsælt grillkjöt. „En það eru hins vegar hamborgarar og pylsur sem njóta mestrar hylli landans þegar kemur að grilli.“

Nýjast