Andrea Hjálmsdóttir er nýr oddviti VG á Akureyri en hún sigraði á dögunum í forvali fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Hún keppti við Baldvin, sitjandi oddvita flokksins í bæjarstjórn, um efsta sætið og hafði betur. Edward Huijbens, sem einn sóttist eftir 2. sæti, fékk það sæti. Framboðslisti VG var lagður fram á opnum félagafundi í gærkvöld og samþykktur. Samkvæmt upplýsingum Vikudags, vildu þeir þrír frambjóðendur, sem höfnuðu í 4., 5. og 6. sæti, ekki færast upp um sæti eftir að ljóst var að Baldvin tæki ekki sæti á listanum. Leitað var eftir því við Jón Erlendsson að hann tæki þriðja sætið. Hann féllst á að taka 4. sætið og Sóley Björk tók þá þriðja sætið. Daði Arnar Sigmarsson verður í 5. sæti og Kristín Sigfúsdóttir í því sjötta.
Eftirtaldir skipa lista VG fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor, sem samþykktur einróma með öllum greiddum atkvæðum:
1. sæti Andrea Hjálmsdóttir, gullsmiður/félagsfræðingur
2. sæti Edward H Huijbens, forstöðumaður Rannarsóknarmiðstöðvar ferðamála
3. sæti Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur
4. sæti Jón Erlendsson, Vegagerðarmaður
5. sæti Daði Arnar Sigmarsson, laganemi
6. sæti Kristín Sigfúsdóttir, framhaldsskólakennari
7. sæti Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, leikskólakennari/sundþjálfari
8. sæti Björn Þorláksson, blaðamaður
9. sæti Auður Jónasdóttir, viðskiptafræðingur
10. sæti Bjarni Þóroddsson, nemi
11. sæti Guðrún Þórsdóttir, nemi/talsmaður Aflsins
12. sæti Wolfgang Frosti Sahr, kennari
13. sæti Sigmundur Sigfússon, læknir
14. sæti Klara Sigríður Sigurðardóttir, skrifstofumaður
15. sæti Margrét Ríkarðsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
16. sæti Stefán Þór Hauksson, laganemi
17. sæti María Jóna Jónsdóttir, forstöðumaður
18. sæti Björn Pálsson, starfar í ferðaþjónustu
19. sæti Jana Salóme Jósepsdóttir, nemi
20. sæti Ragnar Pálsson, ellilífeyrisþegi
21. sæti Frosti Meldal, skrifstofumaður
22. sæti Málmfríður Sigurðardóttir, f.v. alþingiskona