Komur hnúfubaka í Eyjafjörð voru í sögulegu hámarki í ár og hjá fyrirtækinu Arctic Sea Tours á Dalvík sáust hnúfubakar í 99,5% tilvika. Fyrirtækið hefur starfað við hvalaskoðun á Eyjafirði síðan 2009 en í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að gögn í þeirra eigu bendi til mikilla breytinga á þessu stutta tímabili. Lengri frétt um málið og sögur af ýmsu uppákomum í hvalaskoðunum má nálgast í prentúgáfu Vikudags.