Húsið Gamli Lundur var upphaflega byggt árið 1858 en það var gert upp frá grunni af Jóni Gíslasyni húsasmíðameistara, sem lést fyrir skömmu. Eftir að Jón keypti húsið árið 1984 ætlaði hann að ráðast í að gera það upp. Við mælingu á þakinu gerðist það hins vegar að þakið hrundi. Í kjölfarið réðst Jón í smíða hús í líkingu við Gamla Lund á sama stað og var hvergi til sparað. Skrifað var undir kaupin í Gamla Lundi nú fyrir stundu en húsið var í eigu barna Jóns.