Eftir fjögurra ára valdatíð í bæjarstjórn Akureyrar og tuttugu ár í pólitík ákvað Oddur Helgi Halldórsson, stofnandi L-listans og fyrrum formaður bæjarráðs, að nú væri þetta komið gott. Hann segir mikinn tíma hafa farið í bæjarmálin undanfarin ár og aðrir hlutir setið á hakanaum en hyggst nú verja meiri tíma með fjölskyldunni. Oddur á og rekur blikksmiðjuna Blikkrás sem hann stofnaði árið 1986 en Oddur er menntaður blikksmiður og iðnrekstrarfræðingur.
Ítarlegt viðtal er við Odd Helga í prentútgáfu Vikudags, þar sem hann ræðir um pólitíkina, fjölskylduna og hvernig hann komst yfir flughræðsluna sem hélt honum frá því að fljúga í 23 ár.