Veðurspáin framundan lofar góðu og segist Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, þess fullviss að nú loksins sé kominn vetur. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið um næstu mánaðamót og standa vonir til að aðsókn verði engu minni núna en hún var í fyrra. Þá komu 74.000 gestir í Hlíðarfjall og var opið í 163 daga frá því í byrjun nóvember fram í maí.