Veðurstofan varar við snjóflóðahættu á Tröllaskaga, sérstaklega í hlíðum sem snúa mót norðri og vestri. Þeir sem fara til fjalla ættu að sýna sérstaka aðgát og muna að spyrja sig, áður en þeir leggja í brekkuna, hvort þeir eigi í raun og veru erindi.
Snjóflóðavaktin hefur áhyggjur af óstöðugum snjóalögum á Tröllaskaga. Nýsnævið sem kom um páskana virðist vera mjög óstöðugt á Norðurlandi í hlíðum sem snúa mót norðri og vestri. Nokkuð stór flekahlaup hafa fallið og flóð hafa fallið undan skíðamönnum. Fylgist vel með upplýsingum á vefnum hjá okkur ef þið eruð á ferli þar sem flóð gæti fallið : http://www.vedur.is/#syn=snjoflod