Snjóflóð í Hlíðarfjalli

Nokkuð stórt snjóflóð féll í Hlíðarfjalli skömmu eftir hádegið í dag, ofan við skíðasvæðið í fjallinu. Ekkert fólk var þó á ferð í námunda þar sem flóðið féll og því var enginn í hættu. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur verið opið nú um helgina og verður opið á morgun. Margir hafa nýtt sér það að geta komist í skíðabrekkurnar þótt ekki sé lengur hefðbundinn skíðatími og veðrið hefur verið að batna eftir því sem á helgina hefur liðið.

Nýjast