Slökkviliðið með undirtökin

„Það er búið að ganga talsvert á en við erum komnir með tökin á þetta allt saman," segir Magnús Arnarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, en slökkviliðsmenn hafa í tvær klukkustundir glímt við eld í porti Hringrásar skammt frá Krossanesverksmiðjunni. Eldurinn var að mestu í dekkjahrúgu og lagði geysilega mikinn svartan reyk frá eldinum. Magnús varðstjóri segir að búið sé að safna saman miklum birgðum af vatni til að slökkva í því sem eftir er og ljóst er að tekist hefur að hefta útbreiðslu eldsins. Þá er Olíudreifing mætt á svæðið með froðubúnað.Tvær vinnuvélar voru nærri eldinum í upphafi en það tókst að fjarlægja þær. Á sama tíma og glímt var við eldinn féll súrgaskútur af bíl á Krossanesbraut, ekki langt frá því svæði þar sem eldurinn var, og þurfti að loka fyrir alla umferð um götuna á meðan slökkviliðið afgreiddi það mál og lokaði fyrir alla hættu.

Nýjast