Slæmt aðgengi fyrir fatlaða í miðbæ Akureyrar

Miðbær Akureyrar. Mynd/Hörður Geirsson.
Miðbær Akureyrar. Mynd/Hörður Geirsson.

„Það er afleitt að fara í göngutúr með einstakling í hjólastól og kom mér mikið á óvart hvað allur bærinn er steyptur með köntum, múrsteinum og tröppum sem gerir aðgengið erfitt fyrir fatlaða,“ segir Eyrún Gísladóttir hjúkrunarfræðinemi á Akureyri. Faðir hennar, Gísli Sverrisson, er bundinn við hjólastól og á ferð þeirra um miðbæ Akureyrar í síðustu viku lentu feðginin oft á vegg. Eyrún segir aðgengi fyrir fatlaða ábótavant víðast hvar um bæinn, en þó sérstaklega í miðbænum. Erfitt sé að komast inn í margar verslanir og veitingahús og þá séu bílastæði fyrir fatlaða of lítil.

Gísli Sverrisson hefur verið bundinn við hjólastól í sex ár. Hann segir ljóst að Akureyrarbær þurfi að endurskoða aðgengi fyrir fatlaða víðs vegar um bæinn.

Tveir nemar í félagsliðanámi hjá Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, unnu verkefni sl. vor þar sem aðgengi fyrir fatlaða á ýmsum opinberum stöðum á Akureyri var kannað. María Stefánsdóttir er annar nemanna og segir miðbæinn hafa komið illa út úr könnunni.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um  málið í prentútgáfu Vikudags

Nýjast