Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri tekur á móti gestum frá Pierre et Marie Curie University (UPMC) í hádeginu í dag og verður við það tækifæri skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli háskólanna tveggja. Á þessu ári verður unnið að því að skilgreina nánar í hverju samstarfið felst og á hvaða sviðum en líklegt er að sjórinn og norðurslóðir verði þar fyrirferðarmiklar. Gert er ráð fyrir samstarfi í rannsóknarverkefnum og fjármögnun þeirra sem og fræðimanna og nemendaskiptum.
The Pierre et Marie Curie University var stofnaður árið 1109 og er hluti af Sorbonne Háskólanum í Frakklandi. UPMC er staðsettur í París og hefur verið leiðandi í málefnum norðurslóða, ekki síst á sviði loftslagsbreytinga, þverfaglegra rannsókna á ferlum þeim tengdum og hnattrænum áhrifum. Gestirnir verða þrír að þessu sinni. Jean-Claude Gascard, forstöðumaður alþjóðlegu vísindasamtakanna og Evrópuverkefnisins ACCESS ( Arctic Climate Change and Impact on Economy and Society) en Gascard var einnig verkefnastjóri í Evrópuverkefninu DAMOCLES (Developing Arctic Modeling and Observing Capabilities for Long- term Environmental Studies ; Jean-Charles Pomerol, prófessor í tölvunarfræðum og fráfarandi forseti UPMC ; og Arnaud Serniotti, vísinda- og menningarfulltrúi hjá franska sendiráðinu á Íslandi
Af þessu tilefni verður efnt til hádegisverðarfundar milli 12:30 og 14:00 í dag, þar sem Gascard mun fjalla um norðurslóðaverkefni sem hann hefur verið leiðandi í From DAMOCLES (2005-2010) to ACCESS (2011-2015) and the Horizon 2020 EU Framework Program ´ en að því loknu verður skrifað undir viljayfirlýsinguna.
Heimasíða ACCESS - http://www.access-eu.org/