Fjórðubekkingar í Menntaskólanum á Akureyri áttu daginn í dag og þeir létu vita vel af sér í árlegi dimmisjón. Þeir hófu daginn á því að koma saman á Sal í Gamla skóla í morgun og sungu sitt síðasta, eins og sagt er, en voru að því loknu bornir út úr húsi þar sem við tóku blautar kveðjur. Í framhaldinu tóku þeir til við að búa sig undir að kveðja kennara sína. Sumpart fór það fram í skólanum en einnig fóru nemendur á traktorum og vögnum heim til allmargra kennara og þeir kvaddir þar. Eins og sést á myndunum voru nemendur í skemmtilegum búningum á vögnunum.