Heba Finnsdóttir, framreiðslumeistari og annar eigandi Striksins og Bryggjunnar, settist niður með Ingibjörgu Bergmann Bragadóttur fjölmiðlafræðinema og sagði henni frá jólunum á veitingastöðunum tveimur, traffíkinni fyrir jól og vangaveltum um innihald áramótaskaupsins. Heba segir að einn skemmtilegasti og best lyktandi dagur ársins í vinnunni sé í dag; Þorláksmessa en undandarin ár hefur það færst í aukana að veitingastaðir bæjarins bjóði upp á skötuveislur í hádeginu á þessum degi. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.