Margrét Helgadóttir oddviti Bjartrar framtíðar á Akureyri segir að atvinnumálin verði án efa mikið rædd í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna, sömuleiðis fjármál bæjarins og skólamál.
Íslensk stjórnmál einkennast mjög af niðurrifi og neikvæðni, það sést ágætlega í fjölmiðlum. Það getur tæplega verið eðlilegt að þeir sem hafa tekið þátt í pólitík komi til nýliðanna og vari þá sérstaklega við hugsanlegu skítkasti í komandi kosningabaráttu. Björt framtíð vill stuðla að skemmtilegri stjórnmálaumræðu, þar sem einblínt er á lausnir og hið jákvæða. Ekki bara vandamálin. Auðvitað á fólk að geta unnið saman, þótt það sé í mismunandi flokkum. Við viljum með öðrum orðum útrýma skotgrafarhernaði stjórnmálanna.
Hún segist ekki skorast undan ábyrgð, komi upp sú staða að hún verði bæjarstjóri.
Þótt tíminn líði hratt, er enn nokkuð langt í kjördag. Við erum greinilega með ágætan byr í seglin þessa dagana, það sýna skoðanakannanir og við erum auðvitað þakklát fyrir stuðninginn. Ég er bjartsýn og leyfi mér að spá því að bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar á Akureyri verði þrír eða fjórir.
Ítarlega er rætt við Margréti í prentútgáfu Vikudags