Skorað á þingmenn að samþykkja frumvarp fjármálaráðherra um Vaðlaheiðargöng

Fyrr í dag var eftirfarandi ályktun um Vaðlaheiðargöng, sem samþykkt var á stjórnarfundi Einingar-Iðju í gær, send á alla þingmenn landsins og sitjandi varaþingmenn skv. heimasíðu Alþingis. Á stjórnarfundi Einingar-Iðju, sem haldinn var þriðjudaginn 29. maí sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt: “Stjórn Einingar-Iðju skorar á alþingismenn að samþykkja frumvarp fjármálaráðherra um fjármögnun Vaðlaheiðarganga sem nú er til umræðu á Alþingi. Málþóf í þessu máli er ekki Alþingismönnum sæmandi og til vansa fyrir löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Verkið er fjármagnað með veggjöldum og ástæðulaust að blanda því saman við aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins. Vaðlaheiðargöng eru þjóðhagslega hagkvæm. Þau munu styrkja stórt svæði hvað varðar atvinnuuppbyggingu, öryggi og samgöngur. Vinna við Vaðlaheiðargöng mun skapa nauðsynleg atvinnutækifæri og afar mikilvægt er að framkvæmdir við göngin hefjist strax.”

 

Nýjast