Skorað á stjórnvöld að auka kvóta nú þegar

Félagslegir trúnaðarmenn Einingar-Iðju sem starfa í fiskvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu, hafa sent frá ályktun, þar sem skorað er á stjórnvöld að auka kvóta nú þegar. Ljóst sé að mörg fyrirtæki munu loka í lengri tíma ef ekkert verði að gert og setji það störf fiskvinnslufólks í hættu. Óöryggi starfsfólks í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar sé ekki forsvaranleg í því ástandi sem nú er.  

Fundurinn hvetur til þess að sú umræða sem er í þjóðfélaginu um sjávarútvegsmál verði á faglegum nótum, ekki handahófskennd, því á bakvið útveginn er starfsfólk og þeirra lífsafkoma.

Nýjast