Skólastjórar á Akureyri segja upp

Frá skólastarfi á Akureyri. Mynd úr safni.
Frá skólastarfi á Akureyri. Mynd úr safni.

Tveir skólastjórar í grunnskólum á Akureyri hafa sagt upp störfum, í Naustaskóla og Giljaskóla. Ágúst Jakobsson, skólastjóri í Naustaskóla, staðfestir við Vikudag að uppsagnirnar séu vegna kjaramála. Á ársfundi Skólastjórafélags Íslands nýverið kom fram mikil kergja meðal skólastjórnenda og áhyggjur vegna yfirvofandi uppsagna.

Þar koma fram að algjört skilningsleysi Sambands íslenskra sveitarfélaga einkenndi andrúmsloftið, þar sem ekki virðist skilningur á þeirri ábyrgð sem skólastjórnendur beri. Dæmi séu um að kennarar fái hærri laun en stjórnendur. Stjórnendur hafi þannig verið settir út í kuldann meðan gengið hafi verið frá samningum við kennara.

Í ályktun Skólastjórafélags Íslands segir að helsta leið skólastjórnenda til að bæta kjör sín virðist vera að segja upp og snúa aftur til kennslu.

-þev

Nýjast