Þá samþykkti skólanefnd að vísa því til skólaráða grunnskólanna til umsagnar hvort grunnskólarnir eigi að
standa undir þeim kostnaði sem þeim ber að standa undir vegna ferða nemenda í 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í
Hrútafirði eða hvort fella eigi þessar ferðir alfarið niður með hliðsjón af fyrirliggjandi úrskurði. Ef samþykkt er að fara
í ferðina verða skólaráðin að koma fram með tillögu um hvar fjármagn verði tekið til þess.
Fyrir fund skólanefndar 15. mars sl. voru lagðar umsagnir frá skólaráðum allra grunnskólanna. Skólanefnd fól fræðslustjóra
að bera málið undir skólastjóra grunnskólanna áður en endanleg ákvöðrun yrði tekin. Málið var rætt á fundi
skólastjóra 16. mars sl. og var samþykkt þar að eðlilegt væri að sveitarfélagið tryggði greiðslur vegna ferða og launa kennara. Voru
þeir sammála því að halda þessum ferðum áfram á þeim grundvelli.