Skólanefnd styrkir Giljaskóla vegna Skólahreysti

Skólanefnd Akureyrar samþykkti að veita Giljaskóla styrk að upphæð 125.000 krónur vegna ferðakostnaðar á úrslitakeppnina í Skólahreysti nk. fimmutdag. Erindi barst nefndinni frá Jóni Baldvini Hannessyni skólastjóra Giljaskóla, þar sem óskað var eftir styrk vegna keppninnar. Lið skipað nemendum úr 9. og 10. bekk Giljaskóla sigraði í sínum riðli í keppninni Skólahreysti sem Skjár1 stendur fyrir. Liðið mun því taka þátt í úrslitum sem fara fram í Reykjavík á fimmtudag.  Mikill áhugi er hjá samnemendum að fara með liðinu til Reykjavíkur og styðja það í lokakeppninni. Áætlað er að heildarkostnaður við ferðina verði ríflega kr. 400.000.

Nýjast