Í nágrannasveitarfélögum hefur verð á skólamáltíðum ekki hækkað og þar er boðið upp á systkinaafslátt, sem ekki er gert á Akureyri, hvað segir þú um það? „Ef fólk skoðar verðin á skólamáltíðum í þessum sveitarfélögum þá kemst það að því að verðið þar var allavega hærra en á Akureyri og ég held að það sé það enn. Elín Margrét sagði það pólítíska ákvörðun að skólamáltíðir í grunnskólum séu ekki niðurgreiddar, líkt og t.d. gert er í leikskólum. „Við tókum einfaldlega þá ákvörðun að greiða þetta ekki niður og nota þá peninga sem við fáum í annað, eins og t.d. þróunarstarf í skólanum og slíkt. Við teljum það mikilvægara heldur en að greiða niður matinn. Þetta var einfaldlega ákvörðun sem var tekin, 6 milljónir er t.d. talsverður peningur sem getur nýst á ýmsum stöðum í skólastarfinu. Þetta er bara spurning um forgangsröðun."
Elín sagðist hafa heyrt af nokkrum dæmum um foreldra sem ekki hafi efni á að greiða fyrir skólamáltíðir barna sinna, en við því hafi verið brugðist með viðeigandi hætti. „Við höfum það kerfi í skólanum að skólastjórar og kennarar fylgjast vel með slíku og ef slíkt tilfelli kemur upp, þá fá þau börn að borða án þess að vera rukkuð fyrir það."