Á aðalfundi Foreldrafélags Naustaskóla á Akureyri þann 17. september sl. var samþykkt einróma ályktun um að skora á bæjaryfirvöld á Akureyri að standa við þá ákvörðun að ljúka framkvæmdum við skólalóð Naustaskóla
á árinu 2016. Í bréfi skólastjóra Naustaskóla til bæjaryfirvalda segir m.a., að staðan er
einfaldlega þannig að skólalóð Naustaskóla eins og hún er, verður að teljast í besta falli neyðarleg fyrir 370 barna skóla, hvað þá fyrir 390-400 börn eins og stefnir í næsta vetur, auk þeirra leikskólabarna sem eru í húsinu.
Nothæfur hluti lóðarinnar er orðinn allt of lítill fyrir þennan fjölda og afþreyingarmöguleikar sömuleiðis of fáir til að anna fjöldanum. Eins og oftsinnis hefur komið fram er ófrágenginn hluti lóðarinnar einnig til skammar fyrir bæjarfélagið, segir í bréfinu,en lengri frétt um málið má finna í prentútgáfu blaðsins.
-þev