Í gær voru 284 kandídatar brautskráðir á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri sem þótti heppnast afar vel. Háskólaárið 2011-2012 stunduðu um 1600 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Akureyri. Skipting kandídata eftir því hvort þeir voru í staðarnámi, fjarnámi eða lotunámi var eftirfarandi:
Staðarnemar: 130
Fjarnemar: 91
Lotunemar: 63
Skipting kandídata eftir fræðasviðum er eftirfarandi:
Heilbrigðisvísindasvið: 72
Hug- og félagsvísindasvið: 147
Viðskipta- og raunvísindasvið: 65
Konur eru í miklum meiri hluta þeirra sem brautskráðust eða 225 á móti 59 körlum.
Í brautskráningarræðu sinni fjallaði Stefán B. Sigurðsson rektor meðal annars um stöðu háskólans í dag, mikilvægi hans í samstarfi opinberu háskólanna og stöðugt vaxandi norðurslóðaáherslur innan skólans. Þá greini Stefán einnig frá skóflustungu að V áfanga Sólborgar sem tekin var af mennta- og menningarmálaráðherra í móttöku að brautskráningu lokinni. (Ræðu Stefáns má sjá í heild sinni í öðru skjali í viðhengi).
Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur (grunnám) hlutu eftirtaldir:
Auðlindafræði Guðrún Kristín Eiríksdóttir
Félagsvísindi Björn J. Þorláksson
Kennarafræði Sólrún Dögg Baldursdóttir
Hjúkrunarfræði Hjördís Sigurðardóttir
Iðjuþjálfunarfræði Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Lögfræði Margrét Jónsdóttir
Viðskiptafræði Erla Rut Jónsdóttir
Þá var Ásu Guðmundardóttur, skrifstofustjóra viðskipta- og raunvísindasviðs veitt viðurkenning vegna gæðaumbóta við Háskólann á Akureyri og framúrskarandi árangurs á öðrum sviðum en kennslu.
Góðvinir Háskólans á Akureyri, félag brautskráðra nemenda við HA og annarra velunnara háskólans veittu viðurkenningar til þeirra nemenda sem hafa verið ötulir í því að starfa í þágu háskólans svo sem með nefndarsetum og við kynningarstarf. Þrír hlutu heiðursverðlaun Góðvina að þessu sinni, þau María Einarsdóttir (iðjuþjálfunarfræði), Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir (lögfræði) og Valdemar Pálsson (viðskiptafræði).
Að brautskráningu lokinni í Íþróttahöllinni buðu Háskólinn á Akureyri og Góðvinir HA til móttöku í hátíðarsal háskólans á Sólborg. Þar var líkt og áður sagði tekin skóflustunga að V áfanga Sólborgar og það er gaman að geta þess að þetta var fyrsta skóflustunga Katrínar Jakobsdóttur í embætti sem ráðherra. Þá veittu forseti Íslands og stjórnarformaður KEA styrki úr Háskólasjóði KEA. Hæsta styrkinn, upphæð 450.000 kr., hlaut Hermann Óskarsson, prófessor við heilbrigðisvísindasvið fyrir verkefnið Félagsgerð Akureyrar frá 1785-2000, upphaf og þróun þéttbýlis, stéttaskiptingar, stjórnmála og atvinnulífs.