Pétur Bolli Jóhannesson hefur sagt upp starfi sínu sem skipulagsstjóri Akureyrarbæjar og lætur af störfum
í haust. Pétur Bolli hefur starfað sem skipulagsstjóri í 10 ár. Þetta er orðið ágætt og mér fannst
kominn tími á að breyta til, segir Pétur Bolli í samtali við Vikudag en hann hyggst flytja suður.
Ég er búinn að ráða mig í starf hjá Framkvæmdasýslu ríksins. Börnin og barnabörnin eru öll flutt suður, okkur
langar til þess að vera nær þeim og erum að elta þau þangað. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ég hætti
á þessum tímapunkti, segir Pétur Bolli.
Skipulagsnefnd hefur óskað eftir því að starfið verði auglýst sem fyrst.
-þev