Meirihluti skipulagsnefndar Akureyrar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að heimila ÁTVR að byggja 1126 fm viðbyggingu að grunnfleti og jafn
háa núverandi húsnæði að Hólabraut.
Um þessa tillögu hafa verið talsverðar deildur og margar athugasemdir bárust. Nú hefur skipulagsnefnd semsé afgeitt málið og leggur til við
bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar. Auður Jónasdóttir,
fulltrú Vg í nefndinni var á móti tillögunni og taldi að nauðsyn þess að L-listinn taki af skarið með framtíðarskipulag
miðbæjarins í heild væri orðin ótvíræð. „Ég tel það ófarsælt að taka einn bút fyrir í einu og
ítreka þá skoðun mína að horfa þurfi á miðbæinn í heild við deiliskipulagningu,“ segir í bókuninni
.