Skíðasvæðið á Dalvík var opnað í dag

Skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaðarfjalli var opnað í dag og var ágætis mæting hjá skíðafólki. Það hefur snjóað gríðarlega mikið á svæðinu frá því í gær, eða líklega um 60 sentimetra í logni. Svæðið var opnað á fjórða tímanum í dag og var opið til kl. 18.00.  

Snjóframleiðslukerfi er í Böggvisstaðarfjalli, líkt og í Hlíðarfjalli  og það hjálpar einnig mikið til. Dalvíkingar hafa jafnan verið fyrstir landsmanna til að opna skíðasvæði sitt og á því varð engin breyting þennan veturinn.

Nýjast