Arnór Aðalsteinn Ragnarsson tók sig til á dögunum og bjó til frumlegt og skemmtilegt „textakort“ af Húsavík eða öllu heldur af götunum í póstnúmeri 640.
Í textakortum af þessu tagi eru nöfn þeirra og stafir orðanna notaðir til að afmarka fyrirbæri á borð við götur og landamerki og þarf að beita ýmsum kúnstum í því skyni, eins og vel sést á þessu korti Arnórs.
Hann sagðist í samtali við Skarp hafa séð svona landakort þar sem texti og stafir væru brúkaðir í staðinn fyrir línur og myndir. Og sér hefði fundist alveg tilvalið að yfirfæra þetta á göturnar á Húsavík.
Og eins og hér má sjá, hefur þessi tilraun tekist harla vel. JS