Skemmtiferðaskip boða komu sína 11 ár fram í tímann

Skemmtiferðaskip við höfnina á Akureyri.
Skemmtiferðaskip við höfnina á Akureyri.

Búið er bóka komu tveggja skemmtiferðaskipa til Akureyrar og víðar hér á landi árið 2026 en það er Fred Olsen Cruise Lines sem á skipin. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir það mjög sérstakt að skemmtiferðaskip boði komu sína með svo löngum fyrirvara en skýringin mun vera sólmyrkvi þann 12. ágúst sama ár. Einnig munu skipin stoppa í Reykjavík, Ísafirði, Grundarfirði og Seyðisfirði. Ítarlegri frétt um málið má sjá í prentútgáfu Vikudags.

 -þev

Nýjast