Skemmdir í íbúðarhúsi vegna vatns sem flæddi um gólf

Töluverðar skemmdir urðu í íbúðarhúsi á Akureyri vegna vatns sem flæddi yfir gólf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom vatn úr heitavatnskrana með þeim afleiðingum að heitt vatn flæddi yfir gólf. Um tveggja sentímetra lag var yfir öllum gólfum í íbúðinni. Ekki er vitað hvort skrúfað hafði verið frá krananum eða úr honum komið vatna vegna bilunar.  

Tjónið hleypur á milljónum króna, ekk síst vegna gufuskemmda frá heita vatninu, að sögn lögreglu. Enginn var heimavið þegar tjónið varð en talið er að vatn hafi lekið um gólf jafnvel dögum saman. Þá fékk lögreglan á Akureyri tilkynningu um innbrot í sumarbústað í Eyjafjarðarsveit um klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu reyndist engu hafa verið stolið og skemmdir voru óverulegar. Þetta kemur fram á mbl.is

Nýjast