Skatttekjur Hörgárbyggðar rúmar 223 milljónir á næsta ári

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun næsta árs við síðari umræðu á fundi sínum í gær. Heildarniðurstaða fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 2010 er sú að skatttekjur verði rúmar 223 milljónir króna og heildarrekstrarkostnaður A-hluta (nettó) verði rúmar 220 milljónir króna.  

Gert er ráð fyrir að rekstrarhalli B-hluta sveitarsjóðs (fráveitu) verði um 2,8 milljónir króna á árinu 2010. Til framkvæmda er gert ráð fyrir 2,5 milljónum króna og er áætlað að í lok ársins 2010 verði handbært fé sveitarsjóðs 42,7 milljónir króna.

Nýjast