Skarpur kemur á götuna í dag

Þessi stórskemmtilega mynd prýðir forsíðu Skarps í dag. Hún er tekin á Húsavík af Ölmu Lilju Ævarsdó…
Þessi stórskemmtilega mynd prýðir forsíðu Skarps í dag. Hún er tekin á Húsavík af Ölmu Lilju Ævarsdóttur, sem getið hefur sér gott orð fyrir frábærar myndir af hestum.

Héraðsfréttablaðið Skarpur, kemur að venju út í dag og mun eins og aðrir Norðlendingar baða sig í vetrarsólinni sem brosir nú af bláum himni. Í blaðinu er hitt og þetta að lesa og skoða. Fjallað er um konur í ráðum og nefndum Norðurþings, en konur eru formenn í  fjórum af sex aðalnefndum sveitarfélagins og að auki er forseti sveitarstjórnar kona. Guðrún Kristinsdóttir, formaður Völsungs, skrifar grein um það sem helst er á döfinni hjá félaginu. Vangavelt er um nýafstaðna Ófærð. Framkvæmdafréttir af Húsavík þar sem við sögu koma Fosshótelið, landvinningar í Suðurfjöru, dýpkun við Bökugarð, ný hafnarvog og fleira. Litið er inn í Hvalasafnið þar sem búið er að setja saman 22 metra langa steypireiðarbeinagrind. Myndir eru frá þorrablóti fatlaðra á Húsavík. Ritstjórarabb þar sem sýnt er fram á að það borgar sig ekki að fá borgað fyrir skáldskap.

Og við sögu í blaðinu koma einnig, refir, snjóruddar, mýs, flugvellir, bangsar, fjármálastjórn, milljarðar, Möllerar og margt fleira. JS

 

Nýjast