Sjúklingar oftar fluttir til Akureyrar

Um 10% aukning var í sjúkraflugi á milli áranna 2014 og 2015. Á árinu 2015 var farið í 597 flug samanborið við 537 flug árið 2014. Langstærsti hluti sjúklinganna er fluttur frá Akureyri, Reykjavík, Egilsstöðum eða Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á heimasíðu
Sjúkrahússins á Akureyri (SAk).

Stærsti hluti sjúklingahópsins er fluttur á Landspítalann en töluverð aukning er á því að sjúklingar séu fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri, eða 27% fleiri á milli ára. Um það bil helmingur tilfella flokkast sem Forgangur 1 og Forgangur 2 og í stærstum hluta þeirra fer læknir með frá Akureyri en sjúkraflutningamaður fer ávallt með í öll flug. Helstu ástæður flutnings er vegna hjarta- og æðasjúkdóma þar sem flytja þarf sjúklinga til Reykjavíkur á Landspítalann.

„Þar skiptir tíminn oft miklu máli og því styttra sem er frá flugvelli á sjúkrahús þeim mun betra. Ýmis konar
áverkar eru einnig stór hluti af ástæðum flutnings með sjúkraflugi auk flutnings sjúklinga heim í hérað. Að ofansögðu er ljóst að sjúkraflugið á stóran og mikilvægan hlut í sjúkraflutningum á Íslandi og skiptir þar miklu máli að hafa ávallt aðgengilega sérútbúna sjúkraflugvél auk að-
gengis að sérþjálfuðum læknum sem geta farið með í sjúkraflug þegar þörf krefur,“ segir á vef SAk.

Nýjast