Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur marga fjöruna sopið í pólitík eftir áratuga reynslu í sveitarstjórnarmálum og þingmennsku. Hann hóf sinn pólitíska feril í heimabænum, Dalvík, er hann gegndi stöðu bæjarstjóra á árunum 1986-1994. Auk þess hefur Kristján verið bæjarstjóri á Ísafirði og Akureyri. Hann var fyrst kosinn á þing árið 2007 og hefur átt sæti þar síðan.
Kristján er menntaður í bókmenntafræðum, íslensku og með uppeldis og kennslufræði frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hann lokið fyrsta og öðru stigi skipstjórnarnáms. Kristján hóf ungur störf sem sjómaður og segir sjómennskuna ávallt blunda í sér.
Ítarlegt viðtal er við Kristján Þór í prentútgáfu Vikudags þar sem hann ræðir m.a. heilbrigðismálin, gagnrýnina og ástríðuna fyrir sjómennsku.