Sjómannadagur nálgast og róðrabátarnir bíða

Sjómannadagurinn er framundan. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Sjómannadagurinn er framundan. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Það styttist í sjómannadaginn en honum verður fagnað á Akureyri frá 1.-3. júní með fjölbreytti dagskrá í Sandgerðisbót, við Pollinn, í Hofi og á Hömrum útivistarsvæði. Einn er sá dagskrárliður á sjómannadegi sem ætíð vekur upp kátínu og kapp en það er róðrakeppnin, þar sem tekist er á á Pollinum.  Þar reynir aldeilis á að þátttakendur hafi krafta í kögglum og séu samtaka við að koma bátunum á almennilegt skrið. 

Áhugasamir um að láta slag standa í róðrakeppni eru hvattir til að stofna lið með vinum og vandamönnum, kollegum eða hverjum þeim sem vilja reyna sig í róðrakeppni og skrá sig með því að  hafa samband við Rúnar Þór Björnsson hjá siglingaklúbbnum Nökkva í síma 864 5799 og í netfanginu siglingaklubburinn@gmail.com Sjá yfirlit yfir dagskrána á www.visitakureyri.is

 

 

Nýjast