Sjá roðann í vestri...

Roðinn í vestri yfir húsum bræðranna á Rauða torginu. Mynd: Sigfús Sigfússon.
Roðinn í vestri yfir húsum bræðranna á Rauða torginu. Mynd: Sigfús Sigfússon.

Þessa bráðskemmtilegu og raunar táknrænu mynd af roðanum í vestri yfir húsunum á Brávöllum á Húsavík, tók Sigfús Sigfússon, Þráinssonar, Kristjánssonar. Þeir sem þarna bjuggu, á Rauða Torginu á Húsavík,  sungu örugglega oft baráttusönginn þar sem segir:  „Sjá roðann í austri! Hann brýtur sér braut! Fram bræður! Það dagar nú senn! „

Þarna bjuggu einmitt þrír bræður hlið við hlið og allir hallir undir „roðann í austri“ á sínum tíma, sem sé kommúnistar. Að Brávöllum 11, lengst t.h. bjó Páll Kristjánsson, á Brávöllum 9 bjó Arnór Kristjánsson og við hlið hans í númer 7, Þráinn Kristjánsson, afi ljósmyndarans. Á Brávöllum 5 bjó svo fjórði sósíalistinn í röðinni, Moskvufarinn Halldór Þorgrímsson.

Rauða torgið var sem sé heldur betur réttnefni á þessum slóðum og Brávellir hefðu allt eins getað heitið Bræðravellir. JS

 

Nýjast