Sindri Cæsar Magnason er Norðlendingur ársins 2008

Norðlendingur ársins 2008, að mati hlustenda Útvarps Norðurlands, er Sindri Cæsar Magnason. Sindri vann þá hetjudáð, í nóvember sl. að bjarga konu úr bíl sem oltið hafði út í Eyjafjarðará. Bíllinn fór á hvolf í mittisdjúpu vatni og var konan meðvitundarlaus þegar Sindri náði að opna hurð á bílnum og bjarga konunni á þurrt.

Norðlendingur ársins er jafnframt fulltrúi hóps vegfarenda sem að slysinu komu og náðu, með miklu snarræði og samstilltu átaki, að bjarga lífi konunnar.

Nýjast