Slóvakar þurftu því að ná að minnsta kosti fimm stigum til að jafna leikinn og áður en öllum steinum hafði verið skotið í lokaumferðinni var orðið ljóst að þeir næðu ekki fimm steinum þannig að ekki þurfti að klára hana. Úrslitin 8-3, Íslendingum í vil. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar vinna leik á Evrópumótinu í krullu. Íslendingar spiluðu vel í dag og áttu sigurinn gegn Slóvakíu fyllilega skilið, byrjunin var mjög góð og liðið hélt haus þegar á móti blés um miðbik leiksins, spilaði áfram vel og kláraði verkefnið með sóma.
Liðið leikur samtals níu leiki í sínum riðli og er næsti leikur á morgun, sunnudag, klukkan 12, gegn Ungverjum. Liðið leikur tvo leiki á morgun, kl. 20 hefst leikur Íslendinga gegn Króötum. Liðsmenn íslenska liðsins eru Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Jens Gíslason, Haraldur Ingólfsson, Sveinn H. Steingrímsson og þjálfari er Gísli Kristinsson.
Upplýsingar um mótið, úrslit, myndir og annað er að finna á vefsíðu mótshaldara á http://www.ecc2009.co.uk/.