Grótta byrjaði leikinn af krafti og náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 5:2. Akureyri fór að bíta frá sér þegar á leið leikinn en heimamenn voru skrefinu á undan og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik,11:9.
Grótta náði þriggja marka forystu á ný í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 12:9 og höfðu yfirhöndina framan af hálfleiknum. Norðanmenn voru þó aldrei langt undan og komust yfir um miðjan seinni hálfleikinn í stöðunni 16:17.
Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum höfðu Akureyri tveggja marka forystu, 22:20. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 22:21, þegar skammt var til leiksloka. Grótta fékk svo tækifæri til þess að jafna leikinn þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum en Hörður Flóki Ólafsson í marki Akureyrar varði vel og kóranaði þar með góða innkomu sína í leiknum. Akureyri náði að halda forystunni út leikinn og tryggði sér tvö dýrmæt stig í deildinni og fyrsti sigurinn á leiktíðinni staðreynd.
Hörður Flóki Ólafsson átti magnaða innkomu í leiknum en hann leysti Hafþór Einarsson af í marki Akureyrar og varði 11 skot, þar af eitt víti. Hafþór Einarsson var með 4 skot varin og þar af eitt víti.
Markahæstur í liði Akureyrar í kvöld var Heimir Örn Árnason með 7 mörk, Jónatan Þór Magnússon skoraði 4 mörk, þar af 2 úr víti, og þeir Árni Þór Sigtryggsson og Heiðar Þór Aðalsteinsson komu næstir með 3 mörk hvor.
Markahæstur hjá Gróttu var línumaðurinn Atli Rúnar Steinþórsson með 7 mörk.
Akureyri Handboltafélag hefur 3 stig í deildinni eftir 4. umferðir.