Sigrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og sölu- og þjónustufulltrúi hjá ÍsAm á Norðurlandi,
býður sig fram í 2 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 30. janúar nk. Sigrún hefur gengt formennsku í
félagsmálaráði Akureyrarbæjar, verið varaforseti bæjarstjórnar, setið í bæjarráði og skólanefnd á
yfirstandandi kjörtímabili.
Sigrún hefur mikinn áhuga á bæjarmálum og er tilbúin að verja kröftum sínum á þeim vettvangi áfram. Henni eru
málefni þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu afar hjartfólgin og vill verja hagsmuni þeirra á erfiðum tímun eins og frekast
er unnt, segir í fréttatilkynningu.