Sigrún Björk hefur verið virkur félagi í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar í mörg ár og gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum á sviði félagsmála. Hún hefur átt sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Fasteignaskrá Íslands og er formaður stjórnar Eyþings. Hún á sæti í stýrihópi Sóknaráætlunar fyrir
Ísland og í samningahópi við Evrópusambandið vegna sveitarstjórnar- og byggðamála. Hún hefur tekið þátt í
verkefnastjórn um yfirfærslu málefna fatlaðra og stýrihópi um virkari velferð sem hefur kynnt tillögur um notendastýrða þjónustu
fatlaðra. Sigrún Björk hefur á kjörtímabilinu sinnt fjölda annarra verkefna sem henni hafa verið falin á vegum sambands sveitarfélaga.
Sigrún Björk er fædd 23. maí 1966 og er gift Jóni Björnssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn. Hún er stúdent
frá Menntaskólanum við Sund og er hótelstjórnunarfræðingur að mennt og hefur einnig lokið stjórnunarnámi á vegum
Símenntunar HA og Eyþings, segir í fréttatilkynningu.