Blakið fór af stað á nýjan leik í dag í MIKASA- deild karla og kvenna eftir hlé þar sem KA var í eldlínunni er liðið tók á móti Stjörnunni í KA- heimilinu í karla- og kvennaflokki. Leikur KA og Stjörnunnar í karlaflokki var hörkuleikur en fór svo að lokum að heimamenn lönduðu sigri, 3:2. Poitr Kempisty fór að vanda mikinn fyrir KA- menn í leiknum og skoraði 32 stig og Hilmar Sigurjónsson skoraði 19 stig.
Þá hafði KA einnig betur gegn Stjörnunni í kvennaflokki og lokatölur 3:1 sigur KA. Þar með situr KA á toppi MIKASA- deildarinnar í bæði karla- og kvennaflokki.