01. nóvember, 2009 - 22:42
KA gerði góða hluti á Íslandsmótinu í blaki í dag en leikið var í KA- heimilinu í MIKASA- deild karla- og kvenna.
Í karlaflokki lagði KA Stjörnuna að velli, 3:1. Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 27 stig og Hilmar Sigurjónsson kom næstur með 21
stig. Í kvennaflokki hafði KA betur gegn Þrótti N., 3:2, í æsispennandi leik. Hjá KA var Auður Anna Jónsdóttir stigahæst með 27
stig og Hulda Elma Eysteinsdóttir skoraði 24 stig.
Í karlaflokki er KA í öðru sæti deildarinnar en í kvennaflokki trónir KA á toppnum. Hlé verður nú gert í
MIKASA- deild karla og kvenna en næst verður leikið í deildunum þann 21. nóvember næstkomandi.