Saman skapa þessir þættir skemmtilegan ramma sem hefur frá opnun hennar dregið upp mismunandi myndir í huga þeirra gesta sem komið hafa á sýninguna og hafa þær ýtt undir samtöl kynslóða á milli. Stór sólkskinsdagur í lífi akureyskra barna er öskudagurinn. Örsýningin „Allir hlæja á öskudaginn" hefur því verið tvinnuð saman við fyrrnefnda sýningu. Þar má sjá heimagerða öskudagsbúninga sem ýmist hafa verið lánaðir á sýninguna eða eru úr fórum safnsins. Þarna má sjá öskupoka frá því snemma á síðustu öld, tunnukóngsmerki og ýmsa gripi sem notaðir voru í öskudagsliðunum.
Minjasafnið á Akureyri er opið á skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn fyrir páska, páskadag og annan í páskum frá kl 14-17.