Síðuskóli,Amtsbókasafn og Pálmholt fá viðurkenningu

Mikil þátttaka var á Akureyri í átakinu “Hjólað í vinnuna” sem Íþrótta og Ólympíusamband Íslands stóð að og lauk fyrir skömmu. Í ljós er komið að Akureyri var í öðru sæti í heildar stigakeppni sveitarfélaga á öllu landinu. Íþróttaráð Akureyrar hafði ákeðið að viðurkenna sérstaklega þá vinnustaði sem best stæðu sig í átakinu og í samræmi við það liggur nú fyrir að það verða Pálmholt, Síðuskóli og Amtsbókasafnið sem fá viðurkenninguna.

Nýjast