Holtaskóli frá Reykjanesbæ er sigurvegari í Skólahreysti 2016 en úrslitin fóru fram í Laugardalshöll í gærkvöld. Þetta er annað árið í röð sem skólinn vinnur keppnina og í fimmta sinn á síðustu sex árum. Holtaskóli fékk 63,5 stig í keppninni og 250 þúsund krónur í verðlaunafé frá Landsbankanum.
Í öðru sæti lenti Síðuskóli frá Akureyri með 55 stig og því þriðja varð Stóru-Vogaskóli frá Vogum með 49,5 stig.
Í hraðaþrautinni jafnaði Síðuskóli Íslandsmetið með því að fara þrautina á 2.05 mínútum. Það voru þau Embla Dögg Sævarsdóttir og Raguel Pino Alexandersson sem kepptu fyrir Síðuskóla.